St. Georgsgildinu í Hafnarfirði er ætlað að sjá um Vináttudagurinn í ár, en hann er venjulega haldinn í október hvert ár.

Vináttudagurinn verður haldinn sunnudaginn 28. október og hefst dagskrá kl. 14 í Hraunbyrgi og lýkur þar um kl. 17.

Tvær vinnustofur verða heimsóttar, Annríki – þjóðbúningar og skart ehf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í öllu er viðkemur íslenskum þjóðbúningum. Ásmundur Kristjánsson er vélvirki og gullsmíðanemi og Guðrún Hildur Rosenkjær er klæðskera- og kjólameistari og sagnfræðinemi. Þá verður Gallerí Múkki heimsótt en þar eru önnur hjón, listakonan Aðalheiður Ólöf Skarphéðinsdóttir og Lárus Jón Guðmundsson bókahöfundur og bogaskytta.

Kaffiveitingar og myndasýning bíða svo gesta þegar komið verður á ný í Hraunbyrgi – og verið viðbúin að setjast með nýjum – eða gömlum vinum.

Gildismeistarar tilkynni fjölda fyrir 25. október í netfangið gudni@hhus.is eða í síma 896 4613.
Félagar í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði tilkynni komu sína einnig svo hægt sé að áætla fjölda.