Vináttudagurinn í Keflavík á laugardaginn

By |2017-08-24T17:18:03+00:00október 18th, 2015|Gildisstarfið|

Vináttudagur skátagildanna verður í Keflavík á laugardaginn.  Dagskráin hefst í Duushúsi kl. 14 þar sem meðal annars stendur yfir sýningin Andlit bæjarins (sjá www.andlitbaejarins.com). Þaðan verður svo haldið í Skátaheimilið í Keflavík, Hringbraut 101, þar sem glæsilegt kaffihlaðborð verður að hætti Keflavíkurskáta. Gildisboðskapurinn lesinn og vinátta og samkennd verða höfð að leiðarljósi ásamt hinum eina sanna skátaanda. Verð fyrir kaffihlaðborðið verður 1.000 kr.

Mikið hlegið á vináttudegi

By |2017-08-27T22:16:12+00:00október 26th, 2014|Gildisstarfið|

Vináttudagur skátagildanna á Íslandi var að þessu sinni í umsjón gildisskáta í Hveragerði. Þegar við gengum að fallega skátaheimilinu voru tveir gildisfélagar að flagga okkur til heiðurs. Mæting var góð, yfir 50 manns frá öllum gildum nema einu. Auk þess var fulltrúi frá nýju „fullorðins“ skátasveitinni á Selfossi. Hrefna landsgildismeistari las upp vináttuboðskapinn en vináttudagurinn er haldinn hátíðlegur af gildisskátum um víða veröld. Auðvitað voru tekin nokkur skátalög en síðan tók gesturinn Norbert Möller hjúkrunarfræðingur og heilsuráðgjafi til máls. Norbert þessi ræddi um húmor og kryddaði mál sitt af stakri kímni og leikaraskap. Það lá við að gestir tæku bakföll af hlátri [...]

Vináttudagurinn 19. október í Hveragerði

By |2017-08-27T22:14:23+00:00september 30th, 2014|Gildisstarfið|

Hveragerðisgildið býður til Vináttudagsins sem verður í Hveragerði sunnudaginn 19. október kl. 14 í Skátaheimilinu að Breiðumörk 22. Þar ætlum við að hlýða á boðskap dagsins og eiga notalega stund saman. Norbert Muller hjúkrunarfræðingur kemur og  kennir okkur að hlægja. Þau skátagildi sem vilja, komi með sín skemmtiatriði. Veitingar kosta kr. 1.200,- á mann. (Hraðbanki í næsta húsi). Gildismeistarar eru beðnir að skrá þátttöku félaga sinna fyrir þriðjudaginn  14. október n.k. til Magneu Árnadóttur í síma 862 0842, 483 4440 eða eða á maggadís@símnet.is

Vel heppnaður vináttudagur

By |2017-08-27T22:08:41+00:00nóvember 4th, 2013|Gildisstarfið|

Vináttudagurinn var að þessu  sinni hann  haldinn í Borgarnesi  19. október sl. og var það stjórn skátagildanna sem sá um dagskrána.  Um 60 gildisskátar mættu frá öllum gildum nema Hveragerði.  Bæði skátagildin á Akureyri tóku  þátt. Að auki var ýmsum gömlum skátum boðið. Dagskrá hófst á söguloftinu á Landnámssetrinu þar sem skátalög voru sungin. Hrefna Hjálmarsdóttir las vináttuboðskapinn, Gunnar Atlason kynnti Fræðasetur skáta sem verið er að undirbúa að Ljósafossi, Ingibjörg Hargrave sagði frá skátaheimilinu í Borgarnesi sem svannasveitin þar stóð fyrir að yrði byggt, Hreinn Óskarsson fór með gamanmál tengd skáldagötunni í Hveragerði. Margir gengu síðan í gegnum Skallagrímsgarð með Ingibjörgu [...]

Go to Top