Guðni gildismeistari heilsar Guðrúnu Ágústu nýorðnum bæjarstjóra, að skátasið og segir frá traustinu sem fylgir því að heilsa ekki með vopnhendinni.

Samið hefur verið við Hafnarfjarðarbæ um leigu leikskólans Hlíðarenda á Skátalundi alla virka daga kl. 8-16 frá 1. september nk. – 30. júní. Hlíðarendi verður þar með skógardeild en markmiðið er að efla útistarf og þekkingu barna á náttúrunni.

Samningurinn veitir einhverjar tekjur fyrir gildið og er stjórnin ánægð með samstarfið en samningur um afnotin var undirritaður í Skátalundi 28. júní sl.