Vináttudagurinn verður haldinn 19. október nk. í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Það er stjórn skátagilda sem sér um daginn í ár og verður um leið minnst 50 ára afmælis „Landsgildisins“.

Reynt verður að ná til enn fleiri gildisskáta og annarra eldri skáta að þessu sinni m.a. með því að bjóða Akureyrargildunum að koma en þau hafa ekki  tekið þátt í þessum degi.  Einnig skáta  frá nærliggjandi byggðarlögum s.s. Akranesi, Stykkishólmi, Grundarfirði, Mosfellsbæ og svo auðvitað Borgarnesi.

Þetta er sameiningardagur gildisskáta á alþjóðavísu og er oftast haldinn nálægt degi Sameinuðu þjóðanna.

Takið daginn frá.