Næsti gildisfundur-ferð verður haldinn í Víkinni  Sjóminjasafninu í Reykjavík. http://www.sjominjasafn.is/forsida/

Mæting er í Víkinni Grandagarði 8 laugardaginn 12. nóvember kl. 13.15  http://www.sjominjasafn.is/um-safnid/stadsetning/ Fyrir þá sem vantar far eða vilja gjarnan fljóta með þá ætlum við að hittast við Hafnarfjarðar og safna í bíla. Það verður farið frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.00.

Víkin er ungt safn í örum vexti og er sýningarými þess núna um 1200 fermetra innandyra. Þar eru fimm sýningar í jafn mörgum sölum sem m.a. rekja þróun fiskveiða og strandmenningar Íslendinga í aldanna rás. Hlutverk safnsins er að safna og miðla upplýsingum um minjar tengdar sjó og sjómennsku, einkum þeim sem gildi hafa fyrir sögu Reykjavíkur.
Nú eru tveir aðalinngangar inn í safnið, Grandagarðsmegin og síðan hafnarmegin.
Þá er varðskipið Óðinn hluti af safninu og liggur við sérstaka safnbryggju. Gestum safnsins gefst kostur á að skoða þetta merka skip. Óðinn tók þátt í öllum þorskastríðunum á síðustu öld og fór að auki í fjölmarga björgunarleiðangra. Víkin-Sjóminjasafnið í Reykjavík hefur að geyma þrjár fastasýningar sem eru allar mjög skemmtilegar og fræðandi. Ævintýraheimur Óðins, þróun Reykjavíkurhafnar og breytingin frá árabátum til togara.

Verð á mann kr. 700.

Síðan ætlum við að fá okkur kaffi í Bryggja – kaffihús sem er í miðju safninu að lokinni skoðunarferð. Mætum hress og kát á eigin bílum. Fyrir þá sem vantar far eða vilja gjarnan fljóta með þá ætlum við að hittast við Hafnarfjarðakirkju  og safna í bíla. Það verður farið frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 13.00.