Hrefna Hjálmarsdóttir landsgildismeistari

Tæplega 60 skátar frá flestum St. Georgsgildum á landinu tóku þátt í Vináttudegi St. Georgsskáta sem St. Georgsgildið í Hafnarfirði hélt sl. sunnudag. Vandað var til dagsins sem hófst með athöfn í Hraunbyrgi þar sem gildismeistari bauð gesti velkomna, flutti vináttboðskapinn og söngvar tengdir vináttu voru sungnir.

Anna Íris Pétursdóttir

Anna Íris Pétursdóttir, ungur Hraunbúi heillaði fólk upp úr skónum með fallegri hugleiðingu um vináttu í skátastarfi og Hrefna Hjálmarsdóttir landsgildismeistari flutti ávarp og flutti kveðjur að utan.

í MúkkaÞá var Gallerí Múkki heimsótt þar sem skátinn Lárus Jón Guðmundsson tók höfðinglega á móti okkar í glæsilegu galleríinu þar sem kona hans Aðalheiður Skarphéðinsdóttir hefur vinnustofu. Þaðan var svo farið í Annríki en þar tók Guðrún Hildur Rosenkjær á móti gestum og fræddi um gerð þjóðbúninga og varðveislu þeirra. Færri komust að en vildu í einu og þurfti Hildur að flytja kynningur sína tvisvar.

Dagskránni var svo framhaldið í Hraunbyrgi þar sem beið gesta dekkuð borð, kaffi og glæsileg kaka. Diskarnir voru litamerktir og gestirnir drógu liti svo tilviljun réð hverjir sátu saman. Ólafur Proppé sagði frá starfi minjanefndar og Guðni gildismeistari sagði frá fyrirhugaðri stofnun nýs gildis, góðu samstarfi við Hraunbúa og þakkaði svo gestum fyrir komuna og sleit formlega vináttudeginum en gestir spjölluðu saman eins og góðum vinum sæmir og skoðuðu minjar í Hraunbyrgi.

Í Hraunbyrgi

Í Hraunbyrgi

 

Í Annríki