Sjö nýir félagar ásamt gildismeistara og aðstoðargildismeistar

F.v. Edda varagildismeistari, Stefán, Sigurjón, Nína, Helga, Ragnar, Guðrún, Böðvar og Guðni gildismeistari.

Sjö nýir félagar voru teknir inn í St. Georgsgildið í Hafnarfirði við hátíðlega athöfn í Skátalundi 10. október. Allt eru þetta gamlir skátar, úr Hraunbúum, úr Keflavík og frá Akureyri. Þetta voru þau Böðvar Eggertsson, Guðrún B. Madsen, Helga Ingólfsdóttir, Jónína Kristín Ólafsdóttir, Ragnar Jónsson, Sigurjón Haraldsson og Stefán Jónasson. Fengu þau öll fallegt skjal til staðfestingar um inngöngu sína í gildið. Er mikill fengur í þessum nýju félögum.
Gildisfundur_inntaka-vef_09Steinar Björgvinsson, skógfræðingur, margfaldur Íslandsmeistari í blómaskreytingum og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, var fyrirlesari kvöldsins og sagði hann frá fuglum skógarins, bæði vel þekktum og sjaldgæfum. Sýndi hann glæsilegar myndir sem Björgvin Sigurbergsson hefur tekið. Fyrirlesturinn var mjög fróðlegur og skemmtilegur og vakti margar spurningar. Var honum þakkað fyrir með Bravó söng og nýju afmæliskönnunni.

Gildisfundur_inntaka-vef_32Kaffiborðið var glæsilegt og allir höfðu um nóg að spjalla. Hreiðar tók upp gítarinn og fljótlega mátti heyra glaðlegan söng og ekki laust við að söngur Þóreyjar hafi skorið sig úr, alla var gaman að heyra að hún var komin aftur eftir nokkra fjarveru utanlands. Gamlir söngvar voru rifjaðir upp og að lokum var slitið með söngnum Nú horfin er sú unaðsstund. Sérstaklega góðum og skemmtilegum fundi var nú lokið.

Gildisfundur_inntaka-vef_36