Sigurður H Þorsteinsson - ljósm. Fjarðarpósturinn, Jakob Guðnason

Sigurður H Þorsteinsson
– ljósm. Fjarðarpósturinn, Jakob Guðnason

Félagi okkar Sigurður Holm Þorsteinsson, fyrrum skólastjóri og frímerkjasafnari, lést á sólvangi í gær, sunnudaginn 27. október sl. 83 ára að aldri. Votta gildisskátar Þorfhildi eiginkonu hans og fjölskyldu allri samúðar á sorgarstundu. Blessuð sé minning hans.

Guð, ég þarfnast þín,
án þín get ég ekki lifað,
dirfist ei deyja.

Guð, þú ert kærleikinn
fyll mig helgum eldi.
Þá fyllist gröf mín söng.

Guð, ég vil þakka þér:
Lífgjöf þína og dauða.
Von fékk ljóssins mynd.

Guð, ég þarfnast þín.
Kærleikskraftaverkið er,
-Þú þarfnast mín.

Valdemear Nymann – Þýðing Sigurður H. Þorsteinsson 1997.