Aðalfundur gildisins var haldinn 17. febrúar. 28 manns mættu á fundinn. Eyþór Þorláksson sagði frá fyrstu árum sínum í gítarnámi og ferðum til útlanda og lék síðan á gítarinn af sinni alkunnu snilld. Hörður Zóphaníasson og Ásthildur Ólafsdóttir fluttu gamanmál.

Ný stjórn var kjörin og er þannig skipuð:
Guðvarður B. F. Ólafsson gildismeistari
Edda M. Halldórsdóttir varagildismeistari
Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir ritari
Jóna Bríet Guðjónsdóttir gjaldkeri
Edda Hjaltested meðstjórnandi
Hermann Sigurðsson varamaður
Sigurður Baldvinsson varamaður
Endurskoðendur Sveinn og Ragnheiður, Formenn nefnda: Albert Kristinsson, laganefnd, Ólafur K. Guðmundsson skálanefnd, Anna Þormar skeytaútkeyrslunefnd, Hreiðar Sigurjónsson uppstillinganefnd, Renate Sörensen friðarljóssnefnd, Jóna Bríet Guðjónsdóttir minjanefnd.
Árgjald er það sama og fyrr 2.500 kr og verður fljótlega sent í innheimtu.
Boðið var upp á kjötsúpu af tilefni dagsins og voru henni gerð góð skil. Afgangurinn var frystur og verður notaður við fyrsta tækifæri.