Albert Kristinsson var fundarstjóri

Albert Kristinsson var fundarstjóri og hafði gert það áður. Ljósm.: GG

Framhaldsaðalfundur St. Georgsgildisins í Hafnarfirði var haldinn í kvöld í Skátalundi og var vel mætt á fundinn. Fyrir fundinum lá að kjósa stjórn og formenn nefnda og stýrði Albert J. Kristinsson fundinum sem fyrr. Uppstillinganefnd lagði til að Guðni Gíslason yrði kjörinn gildismeistari og komu ekki fram aðrar tillögur. Áður en fundarstóri lýsti hann sjálfkjörinn gerði Guðni grein fyrir þeim forsendum sem hann hefði fyrir því að taka að sér þetta verkefni. Sagði hann vilja sinn að efla starf eldri skáta í Hafnarfirði og að gildum yrði fjölgað undir regnhlíf samtaka skátagilda í Hafnarfirði. Óskaði hann eftir meðbyr til þeirra starfa og sagði hann að með þessum hugsjónum væri hann tilbúinn til starfa. Var Guðni síðan lýstur réttkjörinn gildismeistari.

Guðbjörg fyrrverandi gildismeistar knúsaði kallana

Guðbjörg smellir kossi á Ólaf sem var greinilega ekkert óhress með það. Ljósm: GG

Tillögur komu fram um Pétrúnu Pétursdóttur og Ægir Ellertsson í stöðu gjaldkera og meðstjórnanda og eftir að samþykkt höfðu verið afbrigði og stjórn falið að skipta með sér verkum voru þau réttkjörin.

Formenn nefnda voru kjörnir: Gunnar Einarsson formaður laganefndar, Hreiðar Sigurjónsson formaður uppstillinganefndar, Ólakur K. Guðmundsson formaður skálanefndar,  Renata Sörensen formaður Friðarloganefndar og skálanefndinn falið að hafa umsjón með leiði Eiríks Jóhannessonar.

Létt var yfir fundinum, sungið og snætt og greinilegt að gildisfélagar horfðu björtum augum til framtíðarinna.