Skátagildin héldu upp á vináttudag gildisskáta 19. október sl. Hveragerðisgildið stóð að undirbúningi og bauð upp á góða skemmtun og glæsilegar kræsingar í skátaheimilinu í Hveragerði. Þátttakendur voru á sjötta tuginn en flestir komu úr Hafnarfirði, 19 komu með rútu þaðan en lengst að komu gildisskátar frá Akureyri.

Hrefna landsgildismeistari flutti vináttuboðskapinn en aðalskemmtun dagsins var í höndum Norberts Möllers hjúkrunarfræðings sem flutti bráðskemmtilegan fyrirlestur um gagnsemi af hlátri. Fékk hann hláturtaugar viðstaddra heldur betur til að þenjast þó skátar séu almennt ósparir á hláturinn.

Kökuhlaðborðið beið svo gesta og fólk snarlega frestaði öllum kúrum og góðum loforðum um heilsuríka fæðu og tók hressilega til við að tæma kökuhlaðborðið. Bráðskemmtilegur vináttudagar var fljótt á enda og fundi var slitið með Bræðralagssöngi skáta.