Hinn árlegi jólafundur St. Georgsgildisins í Hafnarfirði verður haldinn sunnudaginn 9. desember kl. 14 í Skátalundi.

Félagar koma með eitthvað gott á veisluborðið og kakó og kaffi verður að sjálfsögð á boðstólum.

Jólasveinninn mætir og skemmtir börnum á öllum aldri og dansað verður í kringum bálið að venju.

Allir mæti með jólaskapið og börn, barnabörn og jafnvel langafa/ömmubörn.