sungið með ömmuSkátalundur var skreyttur og skartaði sínu fínasta og veðrið lék við skátana og gesti á árlegri jólahátíð í Skátalundi. Jólasöngvar hljómuðu í skálanum, jólasaga var lesin og allir hlýddu á jólaguðspjallið. Friðarljósið var kynnt og svo gæddu gestir sér á góðgæti af kökuborðinu og fengu með gómsætt súkkulaði með þeyttum rjóma. Gestir voru margir og á öllum aldri, börn, barnabörn og barnabarnabörn og fleiri gestir.

Í lokin var bálið kynt og gengið í kringum það og sungið og áður en varði birtist rauðklæddur náungi sem börnin hópuðust að. Skemmti hann börnum og fullorðnum og opnaði að lokum poka sinn og allir héldu glaðir heim.

Fleiri myndir má sjá hér