Friðarloginn verður sóttur í Skátamiðstöðina í Hraunbæ í kvöld 29. nóvember kl. 20

Ekki var hægt að afhenda Friðarlogann í klaustrinu eins og venjulega og verður hann því afhentur gildunum og fleirum í kvöld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ. Boðið verður upp á kakó og kex/kringlur í skátamiðstöðinni í kvöld.

Allir eru velkomnir og við þurfum að taka logann til okkar.

Friðarloginn verður afhentur í kirkjunum sem hér segir:

Hafnarfjarðarkirkja 9. des. kl. 11
Ástjarnarkirkja 9. des. kl. 11
Víðistaðakirkja 9. des. kl. 11
Fríkirkjan 16. des. kl. 11 í Jólaþorpinu.

Sjálfboðaliðar óskast til að fara með logann en með þeim fara skátar í samstarfi við Hraunbúa.