Aðalfundur gildisins var haldinn í gær, miðvikudag. Lagabreytingar sem kynntar voru fyrir fund voru samþykktar með smá breytingum á orðalagi.
Stjórnina skipa nú: Guðvarður B. F. Ólafsson, gildismeistari, Edda M. Halldórsdóttir, varagildismeistari, Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir, ritari, Ásgeir Sörensen, gjaldkeri og Hermann Sigurðsson meðstjórnandi. Varamenn eru: Sigurður Baldvinsson og Jóna Bríet Guðjónsdóttir.

Nefndir:
Ferðanefnd – Þórey Valgeirsdóttir
Friðarljóssnefnd – Ásgeir Sörensen
Hraunabúasjóðurinn – Hreiðar Sigurjónsson
Laganefnd – Albert Kristinsson
Minjanefnd – Jóna Bríet Guðjónsdóttir
Skálanefnd – Ólafur Guðmundsson
Skeytaútkeyrslunefnd – vísað til stjórnar
Skemmtinefnd – vísað til stjórnar
Uppstillingarnefnd – Hreiðar Sigurjónsson

Hreiðar kynnti lítillega það sem er í gangi varðandi deiliskipulag við vatnið.
Ása María Valdimarsdóttir sagði okkur frá hinni íðisfögru SISI sem var keisaraynja af Austurríki og drotting Ungverjalands. Var það skemmtileg og fræðandi frásögn.