Snjallsímar, Skype og Facebook verða umræðuefni á síðari fundi nóvemberm­ánaðar en hann verður haldinn á fimmtudaginn, 22. nóvember kl. 20 í Hraunbyrgi.

Leyndarhjúp verður svipt af þessum hugtökum og uppljóstrað verður um gagnsemi og gangsleysi þessara fyrirbrigða. Reynt verður að gefa kost á að prófa notkun t.d. með því að hringja á milli tölva með Skype og skoða hvaða möguleika Facebook gefur til að fylgjast með fjöl­skyldumeðlimum. Með okkur verða yngri skátar sem aðstoða við kynninguna.

Við njótum svo kaffisins og meðlætis í lokin.