Grípið tækifærið og hittum gildisskáta frá Evrópu á heimaslóðum.

Nú hafa borist meiri upplýsingar um Evrópuráðstefnu gildisskáta en það eru Norðurlöndin sem sjá um hana að þessu sinni. Ráðstefnan verður haldin dagana 4.-9. sept. 2013 og verður hún að hluta til á ferjunni Mariella sem siglir á milli Stokkhólms og Helsinki og til baka. Þann 4. sept verða skoðunarferðir fyrir þá sem þess óska.

Ráðstefnan hefst formlega fimmtudaginn 5. sept. í ráðstefnumiðstöð borgarinnar, Gamla Norra Latin. en þar verður  skráning, kynning og sameiginlegur kvöldverður.

Næsta dag þann. 6. sept. kl. 11.00 verður lagt af stað með ferjunni.  Þar verður ýmislegt um að vera, vinnusmiðjur, fyrirlestrar, söngur og samvera. Einnig verður hægt að fá sér snúning á dansgólfinu fyrir þá sem það vilja.

Þátttökulöndin eru 28 og gert er ráð fyrir 250 ráðstefnugestum.

Þema ráðstefnunnar verður “Crossing boarders”. Það er ósk okkar að þátttakendur auki víðsýni sína með þátttöku í fundum og vinnu-smiðjum sem verða í boði.

Athygli er vakin á því að þátttakendur geta komið með vörur til sölu, bækur, merki, handverk. Hluti ágóða rennur til ráðstefnunnar en annað til viðkomandi landa. Nánari upplýsingar hér.

Lauslega áætlað mun ein nótt á hóteli, allur matur og ferðir fram á sunnudag kosta kr. 4500 sænskar ca. 88 þús. íslenskar. (Ekki endanlegt verð).

Að ráðstefnu lokinni geta gestir valið um að fara í  skoðunarferðir að eigin vali í Noregi, Danmörku eða Svíþjóð.

Umsókn þarf að berast fyrir 31. mars og lokagreiðsla þann 30. júní.

Ekki er að efa að þetta verður mikið ævintýri og því kostur sem ástæða er til að skoða vel.

Nánari upplýsingar veitir landsgildismeistari Hrefna Hjálmarsdóttir

hhia@simnet.is og alþjóðlegur bréfritari Kjartan Jarlsson jarlsson@simnet.is

Nánari dagskrá hér

Áhugaverðar upplýsingar má finna hér

Mynd: http://stgildi.is/images/stories/landsgildi/eurokonf%20logo%2042kb.jpg