Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingurSameiginlegur fundur Kópavogsgildisins og Hafnarfjarðargildisins var haldinn í Skátalundi 8. nóvember 2012. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur og félagi í Hjálparsveit skáta í Garðabæ flutti mjög áhugavert og skemmtilegt erindi um eldfjöll og eldgos á Reykjanesi. Á mjög skipulagðan máta sagði hann frá sprungukerfinu á Reykjaneshryggnum, frá eldgosum fyrri tíma og hvar hugsanlega gætir gosið næst. Þá skýrði hann frá þeim þáttum sem ráða því hvert hraunstraumar liggja. Taldi hann mestu líkur á að að næsta gos yrði í Móhálsadal, ekki langt frá Djúpavatni!

Síðan var kaffið teygað og kökurnar hurfu eins og dögg fyrir sólu enda snæddur í góðra vina hópi. Félagar í St. Georgsgildinu í Kópavogi þökkuðu fyrir ánægjulegan fund og buðu félögum í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði á fund með sér í mars en nákvæm dagsetning hafði ekki verið ákveðin.

Sjá má fleiri myndir á Facebook síðunni Skátagildi.Myndir sem sýna hvernig hitasvæðin færast til