Ágætu gildisvinir

Á Heimsþingi ISGF fá þátttakendur að upplifa hugtakið „Vinátta“ persónulega og stærstur hluti fulltrúa aðildarfélaga ISGF tileinka sér það til hins fyllsta. Como var tilvalinn staður til þess að skiptast á persónulegum upplýsingum, reynslu- sögum og eignast nýja vini.

Nú þegar við erum öll komin aftur til okkar heima, höfum við á þessum Vináttu- degi ágætis tækifæri til að útbreiða boðskapinn, sem Baden-Powels lét okkur eftir. „Gildisskáti er allra vinur og bróðir eða systir sérhvers gildisskáta“.

Látum okkur öll fara frá mótstað okkar og út á meðal fólks; hvert fyrir sig ræða við nágranna okkar, maður við mann; við vinnufélaga okkar eða t.d. einhvern ókunnugan sem er fús til að eiga við okkur orð. Það er næsta auðvelt að biðja ókunnan einstakling að verða vin sinn á netinu, en erfitt að biðja þess augliti til auglitis.

Nauðsynlegt er að grípa til markvissra aðgerða. Sýnið hugmyndarflug, látið ykkur koma í hug nýjar uppákomur; bjóðið t.d. einhverjum upp á kaffibolla eða í gönguferð. Heimsækið öldrunarheimili og brosið við einhverjum vistmanninum. Deilið með honum hamingju ykkar.

Nauðsyn er á auknum einstaklingsþroska. Sumir halda að efri aldur tryggi að maður viti allt sem vita þarf. Brosið – deilið kunnáttu ykkar og reynslu, þannig víkkar þið þekkingu ykkar og hljótið mun meira í ykkar hlut

Sum gildanna ættu jafnvel að nýta sér Vináttudaginn til þess að safna fé til styrktar þeim aðildarfélögum ISGF sem erfitt eiga með að greiða aðildargjöld sín.

Þetta gæti orðið upphaf þess að deila með öðrum ánægjunni, sem aðildin að ISGF gefur.

 

Með einlægum kveðjum.

Midá Rodrigues formaður heimsráðs ISGF

Skjalið sjálft má sækja hér