Frá Rauðsnefi að útsýnisturni við Óseyrarbraut

Laugardaginn 12. apríl mun Magnús Már Júlíusson kennari og skáti fara í göngu með áhugasömum skátum, velunnurum og bæjarbúum.  Mun hann segja frá áhugaverðum stöðum á leiðinni, svo sem Fiskakletti, Bungalowinu, Langeyrarmölum og fleiru. Lagt verður af stað kl. 10.30 frá Mölunum, bílastæðinu við enda Herjólfsgötu þar sem göngustígurinn meðfram ströndinni byrjar. Gert er ráð fyrir að gangan taki 1 – 1 1/2 klst.