Aðalfundur St. Georgsgildisins í Hafnarfirði fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20 í Hraunbyrgi

Venjuleg aðalfundarstörf

1. Skýrsla stjórnar og nefndarformanna

2. Skýrsla gjaldkera

3. Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði

4. Ákveðið árgjald næsta árs

5. Kosning gildismeistara

6. Kosning tveggja manna í stjórn

7. Kosning tveggja manna í varastjón

8. Kosning tveggja endurskoðenda

9. Kosning formanna fastra nefnda

10. Önnur mál

Ein tillaga um lagabreytingu hefur borist stjórn. Er hún á þá vegu:

Heiðursfélagi greiðir ekki félagsgjald.

Þessi grein kemur inn sem 10. grein og breytast númer á öðrum greinum sem því nemur.

Stjórnin

Aðalefni fundarins er:

Einar Jón Gunnarsson sonur Gunnars Rafns Einarssonar og Fanneyjar Kristbjarnardóttur og kona hans munu segja okkur frá dvöl þeirra á Indlandi, en þau störfuðu við skátamiðstöðina Sangam sem er staðsett í Pune á Indlandi. Hún er ein af fjórum skátamiðstöðum sem reknar eru af WAGGGS (alþjóðasamtökum kvenskáta) og var opnuð 1966 af eiginkonu Baden Powells.

Kaffiveitingar að hætti hússins.

Fjölmennum.